Beint í aðalefni
Prenta / vista
Persónuverndaryfirlýsing og fótsporsyfirlýsing

Uppfært í mars 2025

Um þessa persónuverndaryfirlýsingu
Hugtök sem við gætum notað í persónuverndaryfirlýsingu okkar
Persónuupplýsingar sem við söfnum og vinnum úr
Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té
Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té um aðra
Persónuupplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa
Persónuupplýsingar sem við fáum frá öðrum aðilum
Tilgangur með því að safna og vinna úr persónuupplýsingum þínum
Lagaforsendur fyrir vinnslu persónuupplýsinga
Svona deilum við persónuupplýsingum innan Booking.com
Svona deilum við persónuupplýsingum innan Booking Holdings Inc.-samstæðunnar
Svona deilum við persónuupplýsingum með þriðju aðilum
Upplýsingar um tiltekna markaði og vörur og þjónustu
Landsamgöngur
Trygging
Svona verndum við persónuupplýsingar
Svona notum við fótspor og aðra rakningartækni
Svona beitum við gervigreind og tökum sjálfvirkar ákvarðanir
Svona meðhöndlum við persónuupplýsingar ólögráða barna
Þín réttindi
Fyrirtækið okkar og hvernig við fylgjum lögum um friðhelgi einkalífsins

Um þessa persónuverndaryfirlýsingu

Við erum Booking.com og þessi persónuverndaryfirlýsing er ætluð ferðalöngum sem nota eða íhuga að nota vörur okkar og þjónustu.

Friðhelgi þín skiptir máli hjá Booking.com. Þú hefur lagt traust þitt á okkur með því að nýta þér þjónustu Booking.com og við kunnum að meta það. Það þýðir að við leggjum okkur fram um að vernda persónuupplýsingarnar þínar.

Þessi persónuverndaryfirlýsing lýsir því hvernig við söfnum og vinnum á annan hátt úr persónuupplýsingunum þínum þegar þú t.d. heimsækir vefsíður okkar, notar öpp okkar fyrir snjalltæki eða kaupir vöru eða þjónustu sem tengjast ferðinni í gegnum okkur. Hún segir þér meðal annars hvaða réttindi þú hefur í varðandi persónuupplýsingar þínar og hvernig þú getur haft samband við okkur.

Booking.com býður ferðatengda þjónustu á netinu í gegnum eigin vefsíður og öpp ásamt því að nota sölurásir þriðja aðila svo sem vefsíður samstarfsaðila okkar.

Þessi persónuverndaryfirlýsing á við um allar upplýsingar um ferðalanga sem Booking.com notar í gegnum alla ofangreinda þjónustu.

Þessi persónuverndaryfirlýsing fyrir ferðalanga er ekki eina persónuverndaryfirlýsingin sem Booking.com setur fram til að upplýsa þig um vinnslu sína á persónuupplýsingum. Svipuð persónuverndaryfirlýsing er í boði fyrir viðskiptafélaga Booking.com.

Booking.com breytir stundum persónuverndaryfirlýsingu sinni og mælir með því að þú heimsækir síður um persónuverndaryfirlýsingu þess öðru hvoru til að vera upplýst/ur. Ef Booking.com gerir uppfærslu á persónuverndaryfirlýsingu sem gæti haft veruleg áhrif á einstaklinga gerir það ráðstafanir til að tilkynna þessum einstaklingum um slíkar breytingar áður en þær taka gildi.


Hugtök sem við gætum notað í persónuverndaryfirlýsingu okkar

Booking.com notar tiltekin hugtök í persónuverndaryfirlýsingu sinni sem hafa tiltekna merkingu í samhengi við þessar tilkynningar og þjónustu sem Booking.com býður upp á. Hér er þessum tilteknu hugtökum lýst.

Hugtak
Merking
Booking.comÞegar við minnumst á hugtökin „við“, „okkur“ eða „okkar“ er átt við Booking.com-samstæðuna og önnur Booking Holdings Inc.-fyrirtæki eins og lýst er í hlutanum um „Fyrirtækið okkar“.
Booking Holdings Inc. (BHI)Þetta er móðurfyrirtæki Booking.com. Það er einnig móðurfyrirtæki annarra vörumerkja BHI á borð við Agoda og Priceline. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.bookingholdings.com/.
VettvangurAllar vefsíður, öpp fyrir snjalltæki eða önnur tækni sem við bjóðum upp á til að eiga samskipti við ferðalanga og aðra aðila í ferðatengdri þjónustu.
SamstarfsaðiliFyrirtæki (svo sem flugfélag, banki, annað vörumerki BHI eða framleiðandi snjalltækja) sem við gerum samning við og vinnum með til að auka úrval bókunarvalkosta. Í gegnum þetta samstarf geta ferðalangar bókað ferðina sína á þægilegan hátt á ýmsum öðrum stöðum en beinum sölurásum Booking.com-vefsíðunnar og appa fyrir snjalltæki.
FerðalangurHver sá sem notar, eða íhugar að nota, ferðavörur okkar og þjónustu í gegnum vettvang okkar, hvort sem það er fyrir sig eða aðra.
FerðEin eða fleiri ferðavörur og þjónustur sem ferðalangur getur valið að fá frá einum eða fleiri ferðaþjónustuaðilum í gegnum vettvang okkar.
FerðaþjónustuaðiliÞriðji aðili gistiþjónustu (t.d. hótels, vegahótels, íbúðar, gistiheimilis eða annarra gistirýma), afþreyingar (t.d. skemmtigarða, safna eða skoðunarferða), samgangna (svo sem með flugi eða landsamgöngum, m.a. almennum samgöngum eða í einkageiranum, bílaleigu, járnbrautum eða vagnaferðum og slíkum flutningi) og hvers kyns ferða eða skyldra afurða (svo sem tryggingar) eða þjónustu sem af og til er í boði á vettvanginum fyrir ferðabókanir.
FerðaþjónustaBókun á netinu, pantanir, kaup og greiðsluþjónusta sem í boði er og sem Booking.com veitir og styður við fyrir ferðaþjónustuaðila á vettvanginum.
FerðabókunBókun á netinu, pantanir, kaup eða greiðslur í tengslum við ferð.

Persónuupplýsingar sem við söfnum og vinnum úr
Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té

Þegar þú gengur frá ferðabókun ert þú (a.m.k.) beðin(n) um nafn og netfang. Við gætum líka þurft að biðja þig um heimilisfang, símanúmer, greiðsluupplýsingar, fæðingardag, núverandi staðsetningu (ef um þjónustu eftir þörfum er að ræða), hvort þú sért að ferðast vegna vinnu eða ekki, nöfn og fæðingardaga fólksins sem ferðast með þér og séróskir fyrir ferðina (eins og mataræði eða aðgengi), en það fer eftir eðli ferðabókunar þinnar. Þegar flug og tiltekin afþreying eru bókuð gæti verið nauðsynlegt að biðja þig um viðbótarupplýsingar, þar á meðal vegabréf eða ríkisútgefin persónuskilríki fyrir þig og gesti sem ferðast með þér. Þetta kann einnig að vera nauðsynlegt við innritun á netinu.

Þegar þú hefur samband við þjónustuver okkar, við ferðaþjónustu þina á vettvangi okkar eða við okkur á annan hátt (t.d. í gegnum samfélagsmiðla), söfnum við líka upplýsingum frá þér í gegnum þessar leiðir, þar á meðal lýsigögnum, svo sem (fyrir símtöl) hver þú ert, hvaðan þú hringdir og dagsetningu og lengd símtals.

Þegar þú leitar á vettvangi okkar að mögulegum bókunum á ferðum getur þú valið að vista tiltekin atriði um ferðina á lista sem við geymum fyrir þig. Á meðan á ferðinni stendur eða eftir hana bjóðum við þér kannski að senda inn umsagnir sem geta upplýst aðra um ferðaupplifunina. Þegar þú sendir umsagnir á vettvanginum söfnum við upplýsingum sem þú hefur gefið ásamt fornafni eða notandanafni og skjámynd (ef þú velur slíka).

Ef þú býrð til notendasvæði á vettvangi okkar geymum við einnig upplýsingar sem þú lætur fylgja og notar á því notendasvæði. Þetta eru m.a. persónulegar stillingar, kreditkortaupplýsingar, upphlaðnar ljósmyndir og umsagnir þínar. Þú getur einnig bætt við notendaupplýsingum úr ýmsum skilríkjum svo þú þurfir ekki að slá þessar upplýsingar aftur inn við bókanir í framtíðinni. Gögnin sem eru geymd á notendasvæðinu þínu geta hjálpað þér að skipuleggja og hafa umsjón með bókunum í framtíðinni og sérsniðnum ábendingum.

Það eru aðrar kringumstæður þar sem þú gefur okkur persónuupplýsingar. Ef þú ert til dæmis að nota vettvanginn okkar í snjallsímanum getur þú ákveðið að leyfa Booking.com að nota núverandi staðsetningu eða veita okkur aðgang að öðrum upplýsingum. Þetta hjálpar okkur að veita þér sem besta þjónustu og upplifun með því t.d. að stinga upp á veitingastöðum eða afþreyingu nálægt þér eða senda þér önnur meðmæli.

Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té um aðra

Það getur verið að þú notir vettvang okkar til að bóka ferðir með öðrum ferðalöngum eða fyrir hönd þeirra. Í þeim tilvikum gætirðu þurft að veita upplýsingar um þessa einstaklinga sem hluta af ferðabókuninni. Ef þú ert með Booking.com for Business-svæði getur þú haldið heimilisfangaskrá þar til að auðvelda þér skipulagningu og umsjón með viðskiptaferðum annarra.

Í einhverjum tilfellum getur þú notað Booking.com til að deila upplýsingum með öðrum. Þetta getur til dæmis verið að deila lista með vistuðum atriðum.

Þegar þú notar vettvanginn til að deila upplýsingum um aðra ber þér skylda til að tryggja að hver einstaklingur sem þú veitir persónuupplýsingar um sé meðvitaður um að þú sért að gera það og geri sér ljóst hvernig Booking.com notar persónuupplýsingar þeirra (eins og kemur fram í þessari persónuverndaryfirlýsingu).

Persónuupplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa

Við söfnum sjálfkrafa tilteknum upplýsingum, hvort sem þú bókar ferð eða ekki, þegar þú notar vefsíður okkar eða öpp fyrir snjalltæki. Meðal annars IP-tölunni, dagsetningum og tíma notkunar á vettvangi okkar og völdym upplýsingum um vélbúnað og hugbúnað tækisins (t.d. tegund stýrikerfis, netvafra og útgáfu af appi sem þú notar ásamt völdum tungumálastillingum). Þegar vefsíða eða app fyrir snjalltæki þriðja aðila beinir þér á vefsíðu eða app Booking.com fyrir snjalltæki söfnum við þessu líka. Við söfnum einnig upplýsingum um smelli sem þú gerir og hvaða síður þér eru sýndar á vettvangi okkar, t.d. með fótsporum sem við sendum.

Þegar þú notar öpp okkar fyrir snjalltæki söfnum við gögnum sem greina bæði snjalltækið og aðgerðargögn (þar á meðal mögulegt hrun) í appinu í því tæki.

Persónuupplýsingar sem við fáum frá öðrum aðilum

Við gætum einnig fengið upplýsingar um þig annars staðar frá. Meðal annars gætu þær komið frá einhverju af eftirfarandi:

  • Önnur BHI-fyrirtæki
  • Ferðaþjónustuaðilar, til dæmis í samskiptum þeirra við þjónustuver okkar
  • Samningsbundnir samstarfsaðilar okkar
  • Önnur fyrirtæki þriðja aðila eins og markaðssetningarsamstarfsaðilar

Upplýsingar sem við fáum frá þessum aðilum kunna að verða notaðar ásamt upplýsingum sem þú veitir okkur beint í gegnum vettvang okkar til að veita þér þjónustu.

Við fáum persónuupplýsingar um þig frá þessum aðilum í aðstæðum eins og þeim sem eru skráðar hér:

  • Ferðabókunarþjónusta okkar er ekki aðeins í boði beint á vefsíðum okkar og öppum fyrir snjalltæki. Hún einnig samþætt þjónustu samstarfsaðila okkar sem er að finna á netinu. Þegar þú bókar á netinu með því að nota þjónustu þar sem samstarfsaðilinn treystir á Booking.com fáum við bókunarupplýsingar frá samstarfsaðilanum svo hægt sé að vinna úr bókuninni þinni og styðja hana.
  • Ferðaþjónustuaðilar gætu einnig deilt upplýsingum um þig með Booking.com. Það gæti t.d. gerst ef þú þarft aðstoð varðandi bókun sem er í vændum eða ef hún er véfengd, eða ef önnur vandamál koma upp varðandi ferðabókun.
  • Við tengjumst við utanaðkomandi greiðsluþjónustuaðila á borð við t.d. Adyen og Stripe til að auðvelda rafrænar greiðslur á milli þín, Booking.com og ferðaþjónustuaðila. Þessir þjónustuaðilar deila með okkur greiðsluupplýsingum svo við getum séð um og meðhöndlað ferðabókunina þína.
  • Í sumum tilvikum tengjumst við öðrum viðskiptafélögum sem bjóða upp á bókanir á ferðum sem eru mögulega ekki í boði á vefsíðunni okkar eða í öppum fyrir snjalltæki. Þegar þú smellir á þessa hlekki er þér beint á vefsíður annarra viðskiptafélaga þar sem þú getur bókað. Þessir viðskiptafélagar gætu deilt ákveðnum persónuupplýsingum tengdum bókuninni þinni og samskiptum þínum á þessum vefsíðum eða öppum fyrir snjalltæki með okkur í samræmi við persónuverndarstefnu sína.
  • Vettvangurinn okkar býður upp á samskiptaþjónustu á borð við tölvupóst og spjallskilaboð. Þessi samskiptaþjónusta býður þér upp á hentuga leið til að hafa samband við ferðaþjónustuaðila sem þú bókaðir hjá til að ræða smáatriði varðandi bókun þína, eins og framboð bílastæða við gististaðinn. Gögnin sem við söfnum og vinnum úr innihalda þessi samskipti. Við hindrum hugsanlega að send séu samskipti sem við teljum að innihaldi skaðlegt efni eða ruslpóst, eða setji þig, ferðaþjónustuaðila, Booking.com eða aðra í hættu.
  • Við fáum hugsanlega líka upplýsingar (t.d. aukagögn um fótspor sem samfélagsmiðlar okkar og markaðssamstarfsaðilar okkar geta veitt okkur heildarupplýsingar um) til að við getum metið árangur auglýsinga- og markaðsherferða.
  • Þegar þú tengir svæðið þitt hjá Booking.com við svæðið þitt á samfélagsmiðlum gætir þú sett af stað upplýsingaskipti á milli Booking.com og viðkomandi samfélagsmiðils. Þú getur alltaf aftengt notandasvæðið þitt hjá Booking.com með því að uppfæra stillingar og kjörstillingar notandasvæðisins hjá Booking.com.
  • Auk þess söfnum við upplýsingum ef upp kemur sú afleita staða að við fáum kvörtun um þig frá ferðaþjónustuaðila, til dæmis vegna mögulegs misferlis.
Tilgangur með því að safna og vinna úr persónuupplýsingum þínum

Við getum aðeins boðið þér upp á tiltekna ferðaþjónustu ef við getum safnað og unnið úr persónuupplýsingum um þig. Til dæmis getum við aðeins tekið við ferðabókun fyrir þig með nafni þínu og tengiliðsupplýsingum.

Við notum persónuupplýsingarnar þínar í ýmsum tilgangi eins og hér segir:

A. Ferðabókanir

Fyrst og fremst vinnum við úr persónuupplýsingum þínum til að ljúka við og hafa umsjón með bókunum þínum á netinu – sem er nauðsynlegt til að veita þessa þjónustu. Slíkt á einnig við um samskipti við þig varðandi ferðabókunina þína, til dæmis staðfestingar (meðal annars, þar sem við á, að senda þér kvittun fyrir kaupum og/eða greiðslu), breytingar og áminningar. Í sumum tilfellum getur einnig falist í þessu vinnsla á persónuupplýsingum þínum svo þú getir innritað þig hjá ferðaþjónustunni á netinu eða vinnsla á persónuupplýsingum í tengslum við hugsanlegar öryggistryggingar.

Til að geta boðið upp á þjónustu gætum við einnig þurft bókunarauðkenni og -dagsetningar til að ákvarða gildistíma bókunarinnar, til viðbótar við tengiliðsupplýsingar (t.d. netfang og símanúmer).

B. Þjónustuver

Við bjóðum ferðalöngum okkar upp á þjónustuver á yfir 40 tungumálum og við erum til staðar allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Það er mikilvægt að deila bókunarupplýsingum með alþjóðlegu starfsfólki þjónustuversins okkar svo við getum hjálpar þér þegar þú þarft á okkur að halda. Þetta á til dæmis við um aðstoð við að hafa samband við rétta ferðaþjónustuaðila og svara spurningum sem þú gætir haft um ferðabókunina þína.

Til þess notum við persónuupplýsingar eins og bókunarupplýsingar þínar, þar á meðal verð bókunarinnar og hvernig og hvenær þú bókaðir.

C. Notendasvæði

Sem notandi þjónustunnar okkar getur þú búið til og notað notandasvæði á vettvangi okkar. Með notandasvæði getur þú haft umsjón með ferðabókunum, nýtt þér sértilboð, auðveldað ferðabókanir í framtíðinni og haft umsjón með persónulegum stillingum.

Með því að hafa umsjón með persónulegum stillingum þínum getur þú geymt og deilt listum, deilt ljósmyndum, séð ferðaþjónustu sem þú hefur leitað að áður á einfaldan hátt og skoðað aðrar ferðatengdar upplýsingar sem þú hefur gefið upp. Þú getur einnig séð allar umsagnir sem þú hefur skrifað í tengslum við ferðirnar þínar.

Með notandasvæði þínu getur þú einnig búið til opinberan prófíl fyrir þig undir þínu eigin fornafni eða öðru nafni sem þú velur. Ef þú skráir þig inn á vettvang Booking.com með notandasvæði þínu og vilt búa til Booking.com for Business-svæði getum við notað nafn þitt og netfang til að fylla eyðublaðið út fyrir fram.

Ef þú ert með notandasvæði á Booking.com for Business getur þú einnig vistað tengiliðsupplýsingar undir því svæði, haft umsjón með viðskiptabókunum og tengt aðra notendur við Booking.com for Business-svæðið.

Til að geta boðið upp á notendasvæði notum við persónuupplýsingar eins og innskráningarupplýsingar til að fá aðgang að notandasvæðinu þínu og til dæmis upplýsingar um hvenær notandasvæðið hefur verið notað í tengslum við bókanir og greiðslur.

D. Markaðssetningarstarfsemi

Við notum upplýsingar þínar í markaðssetningartilgangi. Það getur verið eftirfarandi:

  • Með því að nota tengiliðsupplýsingar og samskipti við vettvang okkar (t.d. fyrri bókanir og gögn um hegðun, þar á meðal gögn sem safnað er með fótsporum og svipaðri rakningartækni) til að senda þér sérsniðin markaðsetningarskilaboð (t.d. með ýtitilkynningum, tölvupóstum eða tilkynningum á vettvangi) frá Booking.com, þar á meðal tilboð, Genius-vörur og aðra umbun, ferðaupplifanir, kannanir og uppfærslur á vörum og þjónustu Booking.com. Þú getur sagt upp áskrift að þessum markaðssetningartölvypóstum á fljótlegan og einfaldan hátt hvenær sem er. Smelltu á hlekkinn „Segja upp áskrift“ sem fylgir í öllum samskiptum eða breyttu stillingum svæðisins þíns.
  • Byggt á samskiptum þínum við vettvang okkar (svo sem fyrri bókunum og hegðunargögnum, þar á meðal gögnum sem safnað er með fótsporum og svipuðum rakningaraðferðum), gæti þér verið sýnd sérsniðin markaðssetning frá Booking.com, þ.m.t. kynningar, tilboð, Genius, ferðaupplifanir, kannanir og uppfærslur á vörum og þjónustu á Booking.com vefsíðunni, í öppum fyrir snjalltæki okkar eða á vefsíðum/öppum þriðju aðila. Þetta gætu verið tilboð og meðmæli sem við teljum að þér gæti þótt áhugavert að bóka beint á vettvangi okkar, á síðum sem starfa í samstarfi við samstarfsaðila eða á öðrum síðum þriðju aðila. Sum þessara meðmæla geta hafa orðið til á grunni persónuupplýsinga sem við söfnuðum hjá þér í hinum ýmsu heimsóknum þínum á vettvang okkar og/eða á ýmsum tækjum, jafnvel sem þú ert ekki innskráð/ur á. Síðan okkar „Svona vinnum við“ inniheldur nánari upplýsingar um meðmælakerfin okkar, þ.m.t. um hvernig þú hefur umsjón með persónustillingum þínum.
  • Við gætum haft samband við þig með upplýsingar um tryggingavörur sem þú hafðir ekki með í bókuninni.
  • Við kunnum að skipuleggja aðra kynningarstarfsemi og samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar hefur verið safnað gætum við boðið þér og öðrum ferðalöngum að taka þátt í slíkri starfsemi.

Til þess að gera það notum við persónuupplýsingar eins og tengiliðsupplýsingar og upplýsingar um svæði, leitargögn, staðsetningu og stillingar sem og leitir og bókanir sem þú gerir á mismunandi tækjum.

E. Samskipti við þig

Stundum höfum við samband við þig með tölvupósti, spjalli, pósti, símtali, ýtitilkynningum, tilkynningum á vettvangi eða SMS-skilaboðum. Aðferðin sem við notum veltur á því hvaða upplýsingar þú hefur gefið okkur áður.

Við vinnum úr persónuupplýsingum í samskiptum sem þú og aðrir aðilar senda okkur. Það gætu verið nokkrar ástæður fyrir þessu, þar á meðal:

  • Að svara og meðhöndla þjónustubeiðnir frá þér eða ferðaþjónustu sem þú bókaðir hjá. Við bjóðum ferðalöngum og ferðaþjónustum upp á ýmsar leiðir til að skiptast á upplýsingum í gegnum vettvang okkar, svo sem varðandi beiðnir og athugasemdir um ferðaþjónustur og ferðabókanir sem gerðar eru í gegnum Booking.com.
  • Ef þú hefur hafið ferðabókun á netinu en ekki lokið við hana getur verið að við sendum þér tölvupóst til að minna þig á að halda áfram með bókunina. Við teljum að þetta sé þér til hægðarauka þar sem þú getur haldið áfram með bókunina á sama stað í ferlinu án þess að þurfa að leita að ferðaþjónustu eða fylla út bókunarupplýsingarnar aftur.
  • Við notkun á ferðaþjónustu okkar gætum við sent þér spurningalista eða boðið þér á annan hátt að gefa umsögn um upplifun þína hjá okkur eða ferðaþjónustunni.
  • Við sendum þér einnig önnur gögn sem tengjast ferðabókunum þínum, svo sem hvernig þú hefur samband við okkur ef þú þarft aðstoð á meðan þú ert í burtu og upplýsingar sem við teljum að gætu verið gagnlegar fyrir þig við að undirbúa ferðina og fá sem besta upplifun.
  • Jafnvel þótt þú sért ekki með ferð í bígerð gætum við samt þurft að senda þér önnur stjórnsýsluskilaboð, t.d. öryggistilkynningar.
  • Ef t.d. ferðaþjónusta tilkynnir okkur um misferli sendum við þér e.t.v. viðvörun eða aðra tilkynningu.

Til þess að gera það notum við persónuupplýsingar eins og fornafn og eftirnafn, netfang og bókunarupplýsingar, þar á meðal bókunarnúmer og viðkomandi staði.

F. Markaðsrannsóknir

Stundum bjóðum við viðskiptavinum okkar að taka þátt í markaðsrannsókn. Vinsamlega lestu upplýsingarnar sem eru veittar þegar þér er boðið að taka þátt til að sjá hvaða persónuupplýsingum er safnað og hvernig þær eru notaðar.

G. Umbætur á þjónustu okkar

Við notum persónuupplýsingar um ferðalanga, sem nota vettvanginn okkar, í greiningartilgangi, þar á meðal til að greina hvernig þú eða ferðalangar með svipuð áhugamál nota vettvanginn okkar, mæla frammistöðu okkar og bæta ferðaþjónustu. Enn fremur vinnum við e.t.v. úr notandaauðkenni þínu tengdu netfanginu, sem notað var til að búa til svæðið þitt, í þeim tilgangi að mæla þá sem heimsækja vefsíður okkar. Við notum hugsanlega persónuupplýsingar þínar við að þróa og bæta vélnámsmódel og gervigreindarkerfi okkar. Þetta er nauðsynlegur hluti af stöðugri skuldbindingu okkar við að bæta þjónustu okkar og bæta upplifun ferðalanga okkar. Nánari upplýsingar má finna í hlutanum „Hvernig við notum gervigreind og tökum sjálfvirkar ákvarðanir“.

Til viðbótar við reglulega tölfræðigreiningu um reksturinn okkar notum við gögn til að prófa og bilanagreina eiginleika vettvangsins. Helsta markmiðið með þessu er að fá innsýn í frammistöðu þjónustu okkar, hvernig hún er notuð og síðast en ekki síst hvernig megi bæta og sérsníða vefsíðu okkar og öpp fyrir snjalltæki til að gera þau auðveldari og markvissari í notkun. Eftir því sem kostur er notum við eingöngu nafnlausar og ópersónugreinanlegar persónuupplýsingar í þessari greiningarvinnu.

Til þess að ná þessu markmiði getum þurft að sameina persónuupplýsingar sem við söfnum hjá þér í ýmsum heimsóknum þínum á vettvang okkar eða heimsóknum á ýmis tæki, jafnvel þegar þú ert ekki innskráð(ur).

Í því skyni notum við persónuupplýsingar eins og:

  • Bókanir sem ferðalangar gera á ákveðnum tímum eða fyrir ákveðnar vörur
  • Leitir sem ferðalangar gerðu á vefsíðum okkar og öppum
  • Umsagnir sem ferðalangar deildu með okkur um ferðaupplifun sína

Í sífelldri greiningarvinnu okkar felst að nota ópersónugreinanlegar persónuupplýsingar eða meðhöndla persónuupplýsingar á dulrituðu sniði.

H. Birting verðlagningar sem á við þig

Þegar þú leitar á vefsíðum okkar eða öppum fyrir snjalltæki, til dæmis til að finna gistingu, bílaleigubíl eða flug, getur verðið sem þú sérð verið háð fjölda þátta, t.d. hvort þú sért á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eða í öðru landi.

Til að birta verð sem á við fyrir þig notum við persónuupplýsingar eins og IP-töluna þína, tegund tækis sem þú notar og af hvaða síðu þú komst.

I. Umsagnir viðskiptavina og aðrar upplýsingar tengdar áfangastöðum

Á meðan á ferð þinni stendur og eftir að henni lýkur færð þú mögulega boð um að senda inn umsögn. Við getum einnig boðið þeim sem ferðast með þér eða þú hefur bókað fyrir að skrifa umsögn í staðinn. Í þessu boði felst beiðni um upplýsingar um ferðaþjónustuna eða áfangastaðinn.

Ef þú ert með notandasvæði á Booking.com getur þú valið að birta skjánafn við hliðina á umsögninni þinni í stað fornafnsins.

Með því að fylla út umsögn samþykkir þú að hún verði birt (eins og lýst er í upplýsingum um þjónustuskilmála okkar), t.d. á:

  • Upplýsingasíðu viðkomandi ferðaþjónustu á vefsíðum okkar
  • Öppum okkar fyrir snjalltæki
  • Svæðum okkar á samfélagsmiðlum
  • Vefsíðum sem eru reknar af fyrirtækjum þriðja aðila, svo sem ferðaþjónustum.

Þetta hjálpar til við að upplýsa aðra ferðalanga um gæði ferðaþjónustunnar sem þú notaðir, áfangastaðinn sem þú valdir eða aðra upplifun sem þú vilt deila án þess að gefa upp hver þú ert. Umsagnir sem ferðalangar senda inn eru háðar sjálfvirkri og annarri efnisbreytingu til að staðfesta að umsagnir séu í samræmi við staðla og viðmiðunarreglur okkar um efni.

J. Eftirlit með símtölum

Þegar þú hringir í þjónustuverið okkar notum við sjálfvirkt símanúmeragreiningarkerfi til að tengja númerið sem þú hringir úr við bókunina sem þú gerðir. Þetta sparar þér og starfsfólki þjónustuversins tíma. Starfsfólk þjónustuversins gæti hins vegar beðið um frekari auðkenningu til að tryggja enn frekar öryggi bókunarupplýsinga þinna.

Þegar þú hringir í þjónustuverið okkar gæti verið að einn eða fleiri viðurkenndir aðilar hafi fengið leyfi til að hlusta á símtalið eða taka það upp í þjálfunar- og gæðastýringartilgangi. Þessi gæðastýring felur í sér að nota upptökur til að taka á hugsanlegum kvörtunum, lagalegum kröfum og ábendingum um hugsanlega tilraun til svika.

Við tökum ekki upp öll símtöl í þjónustuveri okkar og ef símtal er tekið upp er það geymt í takmarkaðan tíma (sjálfgefið 30 daga). Síðan eyðum við símtalsskránni sjálfkrafa nema við ákveðum fyrir þann tíma að nauðsynlegt sé að geyma hana vegna rannsóknar á svikum eða í lagalegum tilgangi.

K. Efling öruggrar og áreiðanlegrar þjónustu og fyrirbygging svika

Við greinum og notum stöðugt tilteknar persónuupplýsingar til að koma í veg fyrir og greina svikatilraunir á netinu og aðra ólöglega eða óæskilega starfsemi. Þetta er nauðsynlegt til að vettvangur okkar sé traust umhverfi og til að tryggja öryggi allra ferðalanga.

Við notum persónuupplýsingar af öryggisástæðum, þar á meðal þegar þú tilkynnir um áhyggjur af öryggi, þegar aðrir tilkynna þig eða þegar við þurfum að greina einstaklinga í tengslum við notandasvæði eða bókun. Þegar það er gert gætum við þurft að stöðva eða setja ákveðnar bókanir í bið þangað til við höfum lokið matinu. Ef við höfum ástæðu til að áætla að alvarlegt brot hafi átt sér stað má vera að við ákveðum að ógilda væntanlega bókun þína eða hafna bókunum í framtíðinni í gegnum vettvang okkar.

Ef upp koma áhyggjur af öryggi meðhöndlum við mögulega opinberar upplýsingar til að koma í veg fyrir eða greina skaða. Við getum ekki hindrað að sumar upplýsingar okkar kunni að innihalda sérflokka persónuupplýsinga.

Til að finna og koma í veg fyrir svik og takmarka misnotkun á vettvangi okkar gætum við notað persónuupplýsingar þínar og greint hegðun þína á vettvangi okkar til að meta áhættuna á ákveðnum aðgerðum eða færslum sem þú ert að reyna að framkvæma. Þetta getur til dæmis hjálpað okkur að ákvarða hvort botti sé að nota vettvang okkar, frekar en lögmætur notandi, eða að ákvarða hvort notandi sé að framkvæma sviksamlega greiðslu með stolnu kreditkorti.

Í þessum tilgangi notum við persónuupplýsingar eins og tengiliðsupplýsingar þínar, önnur auðkenni (eins og IP-tölu), bókunarupplýsingar, þar á meðal afpantaðar bókanir, umsagnir, svæðisupplýsingar, vefskoðanir, upplýsingar um staðsetningu, samskiptaupplýsingar eða aðrar upplýsingar sem þú eða annar aðili hefur veitt okkur.

Við notum gervigreind til að greina svikastarfsemi á vettvangi okkar og til að greina annað misferli eins og lýst er í hlutanum Hvernig við notum gervigreind og tökum sjálfvirkar ákvarðanir.

L. Lagalegur tilgangur

Í sumum tilfellum gætum við þurft að nota upplýsingarnar þínar aftur til að:

  • Leysa og taka á lagalegum kröfum og deilum
  • Taka á mögulegum eftirlitsrannsóknum
  • Fylgja eftir netbókunarþjónustuskilmálum okkar
  • Fylgja löglegum beiðnum frá löggæsluaðilum
  • Fylgja lögum og reglugerðum sem eiga við Booking.com

Við gætum til dæmis þurft að vinna úr bókunarsögu þinni, upplýsingum um eina eða fleiri af þessum bókunum og greiðsluupplýsingum sem tengjast þeim.

Booking.com treystir á nokkur lagafyrirmæli í viðeigandi reglugerðum um persónuvernd eins og lýst er hér fyrir ofan til að vinna úr persónuupplýsingum þínum. Þetta er tekið saman á eftirfarandi hátt:

Tilgangur með vinnslu persónuupplýsinga
Lagalegur grundvöllur og athugasemdir
A - Ferðabókanir

B - Þjónustuver
Hér treystir Booking.com á lagalegan grundvöll þess nauðsynlegt sé að vinna úr persónuupplýsingum til að framfylgja samningi sem þú átt hlutdeild að, sérstaklega til að ljúka við og sjá um ferðabókunina þína.

Ef nauðsynlegar persónuupplýsingar eru ekki veittar getur Booking.com hvorki lokið við ferðabókunina hjá ferðaþjónustunni né getum við veitt þér þjónustu henni tengda.
C. Notendasvæði

D. Markaðssetningarstarfsemi

E. Samskipti við þig

F. Markaðsrannsóknir

G. Umbætur á þjónustu okkar

H. Birting verðlagningar sem á við þig

I. Umsagnir viðskiptavina og aðrar upplýsingar tengdar áfangastöðum

J. Eftirlit með símtölum

K. Að efla örugga og áreiðanlega þjónustu og hindra svik
Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga í þessum tilgangi byggist á lögmætum hagsmunum Booking.com eða þriðja aðila nema annað komi fram í þessu yfirliti. Áður en við vinnum úr persónuupplýsingum til að þjóna lagalegum hagsmunum Booking.com eða þriðja aðila vegur Booking.com saman réttindi þín og hagsmuni til að vernda persónuupplýsingar á móti réttindum og hagsmunum Booking.com eða þriðja aðilans.

Lögmætir hagsmunir fela til dæmis í sér að forðast fjárhagslegt tjón vegna svika á netinu, að deila upplifun fólks með væntanlegum ferðalöngum og láta fólk vita um tilboð sem við teljum að gætu vakið áhuga þess.

Ef svo ólíklega vildi til að Booking.com meðhöndlaði sérstaka flokka persónuupplýsinga í samhengi við tilgang K, þá treystum við, þegar við á, á þá staðreynd að sú vinnsla eigi við um persónuupplýsingar sem einstaklingurinn birtir augsýnilega eða byggist á lagagrunni og eru aðgengilegar á þeim tíma.
L. Lagalegur tilgangurÍ tilgangi L reiðir Booking.com sig einnig á, þar sem við á, það að uppfylla lagalegar skyldur (svo sem lögmætar löggæslubeiðnir).
Flokkar fyrir allan tilgangAð lokum mun Booking.com, þegar þörf er á vegna laga í þróun, fá samþykki þitt áður en unnið er úr persónuupplýsingunum þínum, þar á meðal í beinum markaðssetningartilgangi eða þegar lög krefjast þess.

Ef þú vilt andmæla þeirri vinnslu sem kemur fram í C til L og engin aðferð er í boði fyrir þig til að hafna henni beint (t.d. með stillingum notandasvæðis þíns), skaltu hafa samband við okkur eins og lýst er í hlutanum „Réttindi þín“.


Svona deilum við persónuupplýsingum innan Booking.com

Til að styðja notkun á þjónustu Booking.com gæti upplýsingum þínum verið deilt innan samstæðu Booking.com og annarra fyrirtækja Booking Holdings Inc. sem lýst er í hlutanum um Fyrirtæki okkar.


Svona deilum við persónuupplýsingum innan Booking Holdings Inc.-samstæðunnar

Við gætum fengið persónuupplýsingar um þig frá öðrum fyrirtækjum í BHI-samstæðunni (eins og Agoda eða OpenTable) eða deilt persónuupplýsingum þínum með þeim í eftirfarandi tilgangi:

  1. Til að veita þjónustu (m.a. að gera, stýra og sjá um bókanir eða sjá um greiðslur)
  2. Til að veita viðskiptavinum stoðþjónustu
  3. Til að finna, koma í veg fyrir og rannsaka sviksamlega eða aðra ólöglega starfsemi og gagnaleka gætu fyrirtæki innan BHI þurft að skiptast á persónuupplýsingum um ákveðna einstaklinga til að tryggja að allir notendur vettvangsins séu verndaðir, t.d. fyrir svikum á netinu
  4. Í þeim tilgangi að bæta greiningu og vörur eftir því sem viðkomandi lög leyfa
  5. Til að veita sérsniðin tilboð eða senda þér markaðsetningarsefni með þínu samþykki eða eins og heimilt er samkvæmt gildandi lögum
  6. Fyrir hýsingu, tækniaðstoð, almennt viðhald og til þess að gæta öryggis slíkra upplýsinga sem deilt hefur verið
  7. Að tryggja að farið sé eftir gildandi lögum

Eftir því sem við á og nema annað sé tekið fram, í tilgangi A til F, treystum við á lögmæta hagsmuni okkar til að deila og taka á móti persónuupplýsingum. Í tilgangi G, treystum við, þar sem við á, að farið sé að lagalegum skyldum (svo sem löglegum beiðnum löggæslu). Við tryggjum einnig að gagnaflæði milli fyrirtækja í BHI samstæðunni sé í samræmi við gildandi lög. Þar sem þess er þörf samkvæmt gildandi lögum munum við fá samþykki þitt áður en persónuupplýsingum þínum er deilt með öðrum fyrirtækjum í BHI hópnum.


Svona deilum við persónuupplýsingum með þriðju aðilum

Við ákveðnar kringumstæður deilum við persónuupplýsingum þínum með þriðju aðilum. Þessir þriðju aðilar eru meðal annars:

Ferðaþjónustan sem þú bókaðir hjá

Til þess að ljúka við ferðabókunina þína þurfum við að senda viðeigandi bókunarupplýsingar til ferðaþjónustunnar sem þú valdir.

Upplýsingarnar sem við deilum geta m.a. verið nafn þitt, tengiliða- og greiðsluupplýsingar, nöfn fólksins sem er með þér í för og hvers kyns aðrar viðeigandi upplýsingar (t.d. dagsetningar innritunar og útritunar) og einnig þær stillingar sem þú tilgreindir þegar þú bókaðir ferðina, en það fer eftir ferðabókuninni og ferðaþjónustunni.

Í sumum tilfellum gefum við einnig ferðaþjónustunni samantekt um þig. Þar á meðal:

  • Hvort þú hefur bókað hjá ferðaþjónustunni áður
  • Fjöldi bókana sem þú hefur lokið hjá okkur
  • Hvort tilkynningar hafi verið sendar til Booking.com um ósæmilega háttsemi af þinni hálfu
  • Hlutfall bókana sem þú hefur mögulega afpantað áður á vettvangi okkar
  • Hvort þú hefur gefið umsagnir um fyrri bókanir

Ef spurningar vakna um ferðina þína biðjum við mögulega ferðaþjónustuna um að sjá um beiðnina. Ef greiðsla fer ekki fram á vettvangi Booking.com við bókunarferlið þurfum við að áframsenda kreditkortaupplýsingarnar þínar til ferðaþjónustunnar sem þú valdir til að vinna úr greiðslunni.

Til að leysa hugsanlegar ferðatengdar kröfur eða deilur eða hvers konar þjónustumál má vera að við sendum ferðaþjónustunni tengiliðsupplýsingar og aðrar upplýsingar um bókunina, kröfu eða deilur eftir þörfum. Þetta getur til dæmis verið netfang þitt og afrit af bókunarstaðfestingunni til að staðfesta að bókunin hafi verið farið fram eða til að staðfesta ástæðurnar fyrir afpöntuninni.

Ferðaþjónustur vinna úr persónuupplýsingum þínum án aðkomu Booking.com, til dæmis til að undirbúa komu og brottför gesta. Ferðaþjónustur gætu einnig beðið um persónuupplýsingar, til dæmis til að veita viðbótarþjónustu og uppfylla gildandi kröfur og takmarkanir. Ef persónuverndaryfirlýsing ferðaþjónustunnar er tiltæk skaltu kynna þér hana til að öðlast skilning á úrvinnslu persónuupplýsinga þinna.

Samstarfsaðilar

Við vinnum með mörgum samstarfsaðilum um allan heim. Þessir samstarfsaðilar dreifa og auglýsa þjónustu Booking.com, þ.m.t. þjónustu og vörur ferðaþjónustna okkar. Það fer eftir samstarfsaðila hvort þú getur bókað ferðina í gegnum:

  • vefsíðuna okkar sem er rekin í samstarfi við samstarfsaðila; eða
  • vefsíður eða öpp samstarfsaðila í snjalltæki.

Í gegnum hið fyrra fá samstarfsaðilar okkar tilteknar persónuupplýsingar tengdar bókun þinni og samskiptum þínum á þessum vefsíðum. Þetta er gert í viðskiptalegum tilgangi.

Í gegnum hið síðara verða ákveðnar persónuupplýsingar sem þú gefur upp áframsendar til okkar, eins og nafn þitt og netfang, heimilisfang, greiðsluupplýsingar og aðrar viðeigandi upplýsingar, til að ljúka við og hafa umsjón með ferðabókuninni. Við getum komið fram ásamt þessum samstarfsaðilum sem stjórnendur við vinnslu á tilteknum persónuupplýsingum. Ef þú kýst að nýta réttindi þín sem skráður aðili gagnvart samstarfsaðilanum getur verið að við vinnum saman til að tryggja að þú fáir fullnægjandi svör við beiðni þinni.

Til að hafa eftirlit með og koma í veg fyrir svik gætum við einnig skipst á upplýsingum um notendur okkar við samstarfsaðila – en aðeins þegar það er algerlega nauðsynlegt.

Tengingaraðilar

Margar ferðaþjónustur gera samning við sérstök utanaðkomandi fyrirtæki (oft kölluð „tengingaraðilar“) til að bókunarupplýsingar fari frá Booking.com og öðrum aðilum í ferðaiðnaðinum sjálfkrafa til þeirra.

Tengingaraðilar koma fram fyrir hönd ferðaþjónustna (í stað Booking.com) og áframsenda bókunarupplýsingar til þeirra svo þeir geti haft umsjón með bókunum í kerfum sínum.

Utanaðkomandi þjónustuaðilar

Við notum þjónustuaðila utan Booking Holdings Inc.-samstæðunnar til að aðstoða okkur við að bjóða upp á ferðaþjónustu. Þjónustan sem þessi utanaðkomandi fyrirtæki bjóða er meðal annars:

  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Iðnaðar- og markaðsrannsóknir
  • Eftirlit með svikum og ráðstafanir til að koma í veg fyrir þau (þ.á.m. skimun til varnar svikum)
  • Meðferð tryggingakrafna
  • Greiðsluúrvinnsla
  • Við notumst við þjónustur þriðja aðila til að vinna rafrænt úr greiðslum, meðhöndla bakfærslur eða veita innheimtuþjónustu reikninga. Greiðsluþjónustuveitendur kunna, í sumum tilfellum, að nota persónuupplýsingar þínar í eigin tilgangi, til dæmis til að hafa eftirlit með og koma í veg fyrir tilraunir til svika og til að uppfylla lagaskilyrði sem gilda um þá.
  • Þegar bakfærslukröfur eru gerðar fyrir ferðabókunina þína, annað hvort af þér eða handhafa kreditkortsins sem notað var við bókunina, þurfum við að deila ákveðnum bókunarupplýsingum með greiðsluþjónustuaðilanum og viðeigandi fjármálaþjónustufyrirtæki svo þeir geti séð um bakfærslukröfuna. Þetta gæti einnig falið í sér afrit af bókunarstaðfestingunni eða IP-tölunni sem notuð var við bókunina.
  • Við gætum einnig deilt upplýsingum með viðeigandi fjármálastofnunum ef við teljum það algjörlega nauðsynlegt til að koma í veg fyrir svik, til dæmis til að koma í veg fyrir sviksamlega notkun stolins kreditkorts.
  • Markaðssetningarþjónusta
  • Við gætum deilt einhverjum persónuupplýsingum þínum (svo sem auðkennum) með samstarfsaðilum í auglýsingum, sem hluta af markaðssetningu ferðaþjónustu okkar í gegnum þriðja aðila (til að tryggja að viðeigandi auglýsingar séu sýndar réttum markhópi).
  • Við notum aðferðir eins og tætingu á tilteknum persónuupplýsingum (til dæmis netfangi þínu eða símanúmeri) til að gera kleift að para saman við gögn í einum eða fleiri gagnagrunnum þeirra. Slíkar aðferðir takmarka hvernig þriðji aðili, sem fær persónuupplýsingarnar, getur notað þær.
Aðrir faglegir þriðju aðilar

Í sumum tilfellum (t.d. við ágreining eða lagalegar kröfur eða sem hluti af endurskoðun) gætum við þurft að deila persónuupplýsingum þínum með fulltrúum sérfræðistofnana. Þessir fulltrúar eru m.a. lögfræðingar hjá lögfræðistofum sem og endurskoðendur. Við deilum aðeins persónuupplýsingum þínum eftir því sem nauðsynlegt er og í samræmi við samninga og aðrar skyldur sem eiga við um þá.

Lögbær yfirvöld

Við fylgjum sérstökum starfsreglum þegar löggæsluyfirvöld og önnur stjórnvöld biðja okkur um að gefa upp persónuupplýsingar um einn eða fleiri ferðalanga í tengslum við hugsanlegt sakamál. Við gætum einnig afhent löggæslustofnunum persónuupplýsingar í tengslum við hugsanleg svik.

Við fylgjum svipuðum starfsreglum þar sem t.d. ESB- og staðbundin lög krefjast þess að við deilum persónuupplýsingum með til þess bærum yfirvöldum svo sem skattayfirvöldum. Slík upplýsingagjöf kann að vera nauðsynleg til að:

  • Uppfylla lagalegar skyldur, t.d. samkvæmt gildandi lögum um skammtímaleigu
  • Vernda og standa vörð um réttindi okkar eða réttindi og hagsmuni viðskiptafélaga okkar.
Aðrir viðskiptafélagar okkar

Við gætum deilt persónuupplýsingum í öðrum tilvikum með öðrum viðskiptafélögum. M.a. er um að ræða:

  • Tryggingafyrirtæki - ef gerð er tryggingakrafa, varðandi þig og ferðaþjónustu, veitum við hugsanlega tryggingafélaginu og umboðsmönnum þeirra nauðsynlegar upplýsingar (þ.m.t. persónuupplýsingar) til frekari úrvinnslu.
  • Aðrar ferðaþjónustur - Við gætum einnig boðið þér tilboð frá samstarfsaðila. Þegar þú bókar dvöl sem merkt er „Tilboð frá samstarfsaðila“ sér ferðaþjónustan um bókunina, en hún er önnur en gististaðurinn sem þú ert að bóka. Hluti af bókunarferlinu er að við þurfum að deila viðeigandi persónuupplýsingum með þessari ferðaþjónustu. Ef þú bókar „Tilboð frá samstarfsaðila“ skaltu skoða upplýsingarnar sem gefnar eru upp í bókunarferlinu eða athuga bókunarstaðfestingu þína til að fá frekari upplýsingar um ferðaþjónustuaðilann og hvernig hann vinnur úr persónuupplýsingum þínum.
Öryggisráðstafanir vegna flutnings persónuupplýsinga milli landa

Booking.com er fyrirtæki sem tengir saman ferðalanga og samstarfsaðila um allan heim. Upplýsingar sem við söfnum um þig, eins og fram kemur í þessari persónuverndaryfirlýsingu, kunna að verða aðgengilegar í, fluttar til eða geymdar í löndum þar sem ekki gilda sömu persónuverndarlög og í landinu sem þú gafst upplýsingarnar upphaflega í. Í öllum tilvikum beitum við viðeigandi öryggisráðstöfunum til að tryggja að flutningur á persónuupplýsingum yfir landamæri fari eftir gildandi lögum og reynum að tryggja að gögn þín haldi áfram að njóta sambærilegrar verndar.

Ef þú ert á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og persónuupplýsingar þínar eru fluttar til utanaðkomandi þjónustuaðila í löndum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) telur ekki fullnægjandi komum við á fót og framkvæmum viðeigandi samningslegar, skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir gagnvart þessum utanaðkomandi fyrirtækjum. Þetta er gert með því að nota stöðluð samningsbundin ákvæði eins og framkvæmdastjórn ESB samþykkti, með því að skoða lönd sem hægt er að flytja gögnin til og með því að grípa til sérstakra tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana.

Í sumum tilfellum flytjum við gögn þín út fyrir EES því það er nauðsynlegt til þess að uppfylla eða framfylgja samningnum sem er á milli okkar og þín. Ef þú bókar ferð þar sem ferðast er með ferðaþjónustu eða samstarfsaðila sem starfar utan EES er líklegt að hún muni krefjast þess að við millifærum gögn um tiltekna bókun þína út fyrir EES.

Þegar persónuupplýsingar þínar eru fluttar út fyrir Bretland beitum við sömu aðferðum og viðeigandi öryggisráðstöfunum í Bretlandi.

Þú getur beðið okkur um frekari upplýsingar um þær öryggisráðstafanir sem við höfum innleitt með því að hafa samband við okkur eins og lýst er í hlutanum Réttindi þín.


Upplýsingar um tiltekna markaði og vörur og þjónustu

Við gætum veitt þér viðbótarupplýsingar sem bæta við eða jafnvel koma í staðinn fyrir upplýsingarnar annars staðar í þessari tilkynningu, en það fer eftir því hvaða vöru eða þjónusta þú hefur áhuga á og öðrum þáttum eins og hvar þú býrð. Vinsamlegast skoðaðu hlutana hér fyrir neðan sem eiga við þig til að fá heildarmynd.

Landsamgöngur

Ef notkun á þjónustu okkar felur í sér landsamgöngur eiga upplýsingarnar í þessum hluta við um þig. Þá er bætt við eða skipt út upplýsingum í öðrum hlutum þessarar persónuverndaryfirlýsingar.

Auk þess sem við birtum í hlutanum Persónuupplýsingar sem þú gefur okkur gætum við, vegna bílaleigubókunar, einnig beðið um heimilisfang þitt, heimilisfang fyrir reikning, símanúmer, fæðingardag og fæðingarstað, vegabréf og ökuskírteini, ríkisútgefin skilríki (þegar lög krefjast þess) og nöfn allra aukabílstjóra. Ef bókað er fyrir einka- eða almenningssamgöngur gæti verið að við biðjum þig um heimilisfang sem á að sækja þig og skila þér (ef þú bókar ferð á borð við bíl eða flugrútu). Hugsanlega spyrjum við um fæðingardag (eða aldursbil fyrir sumar almenningssamgöngur t.d.: miða fyrir börn eða eldri borgara) og nöfn allra viðbótarfarþega.

Að auki við það sem er lýst í hlutanum Persónuupplýsingar sem við fáum frá öðrum aðilum gætu bílaleigur eða einka- eða almenningssamgöngufyrirtæki einnig deilt upplýsingum um þig með okkur. Þetta gæti gerst ef þú þarft aðstoð vegna eða hefur spurningar um bókun sem er í bið eða ef upp kemur ágreiningur eða önnur vandamál varðandi bókun.

Til viðbótar við það sem er lýst í hlutanum Tilgangur með því að safna og vinna úr persónuupplýsingum þínum gætum við notað persónuupplýsingarnar þínar í tengslum við umsagnir viðskiptavina. Á meðan á ferð þinni stendur og eftir að henni lýkur færð þú mögulega boð um að senda inn umsögn. Þetta er til að upplýsa aðra um gæði landsamgönguþjónustuaðila sem þú notaðir og annarrar reynslu sem þú kýst að deila. Í þessu boði er beðið um upplýsingar um þjónustuaðilann og reynslu þína. Þú getur valið að birta skjánafn við umsögn þína í stað þíns rétta nafns.

Auk þess sem er lýst í hlutanum Svona deilum við persónuupplýsingum með þriðju aðilum, geta upplýsingarnar sem við deilum, ef bílaleigufyrirtækið sem þú velur á vettvangi okkar tekur þátt í forskráningarferlinu okkar, einnig verið netfang, heimilisfang, símanúmer, fæðingardagur og -staður, upplýsingar um vegabréf og ökuskírteini ef þú hefur gefið okkur þessar upplýsingar að eigin vild. Með því að veita okkur forskráningarupplýsingar bætir þú upplifun þína þegar þú sækir bílinn, en það er valfrjálst og þú getur áfram sótt bílinn þótt þú gefir okkur ekki upp neinar forskráningarupplýsingar.

Athugaðu að við þurfum stundum, að beiðni landsamgönguþjónustuaðila, að deila persónuupplýsingum þínum með aðilum tengdum þjónustuaðila til þess að ganga frá og afgreiða bókunina þína. Þessir aðilar gætu verið önnur fyrirtæki úr samstæðu þjónustuaðila eða þjónustuaðilar, bílstjórar eða endabílaflotar sem meðhöndla gögn fyrir hönd þjónustuaðila.

Bílaleigufyrirtæki gætu til dæmis einnig beðið um persónuupplýsingar til viðbótar til að veita aukaþjónustu eða til að uppfylla gildandi takmarkanir. Athugaðu að allar upplýsingar sem þú veitir fyrirtækinu/fyrirtækjunum sem afgreiða bílinn og/eða tengdar vörur verða geymdar og notaðar í samræmi við þeirra eigin persónuverndaryfirlýsingu og skilmála og skilyrði.

Til baka í aðaltilkynningu

Trygging

Ef þú kaupir tryggingavöru á meðan þú notar vettvanginn okkar eiga upplýsingarnar í þessum hluta við um þig. Þá er bætt við eða skipt út upplýsingum í öðrum hlutum þessarar persónuverndaryfirlýsingar.

Tryggingatilboðin geta kallað að marga aðila, svo sem milliliði, vátryggjendur og aðra fulltrúa. Þar sem Booking.com Distribution B.V. kemur að málum verður það í hlutverki milliliðs og fulltrúa eða tilnefnds fulltrúa (eftir umdæmum) fyrir hönd vátryggjanda með því að bjóða viðskiptavinum Booking.com tryggingar og tryggingaþjónustu.

Vinsamlegast farðu yfir upplýsingarnar sem veittar eru við bókun til að fá frekari upplýsingar um okkur og aðila sem vinna með okkur við að bjóða þér þessar vörur og þjónustu. Upplýsingar um vátryggjandann birtast í tryggingaskilmálum og skyldu efni fyrir þig.

Þegar við bjóðum upp á tryggingu gætum við þurft að nota og deila persónuupplýsingum varðandi tryggingavöruna. Þessar upplýsingar eiga við um þig sem væntanlegan eða raunverulegan tryggingataka, rétthafa samkvæmt skilmálum, fjölskyldumeðlimi, kröfuhafa og aðra aðila sem eru aðilar að kröfu:

  • Til að bjóða upp á tilboð, koma í kring tryggingu og meðhöndla tryggingakröfur gæti þurft að deila persónuupplýsingum, sem okkur eru veittar í bókunarferlinu, („Almennar bókunarupplýsingar“) með öðrum einingum Booking.com. Einnig má vera að þú verðir beðin/n um að veita viðbótarupplýsingar, svo sem nöfn á fjölskyldumeðlimum eða öðrum rétthöfum eða upplýsingar um kröfu („Sérupplýsingar um tryggingar“).
  • Ef þú leggur fram kröfu samkvæmt tryggingaskilmálum má vera að vátryggjandi sjái beint um þessa kröfu. Það þýðir að þú verðir beðin/n að veita persónuupplýsingar til að senda kröfuna beint til hans. Vátryggjandinn upplýsir þig þar um þegar tekið er við upplýsingunum frá þér. Þegar vátryggjandi sér um kröfu þína má vera að við fáum upplýsingar um stöðu kröfu þinnar til að þú getir fengið viðskiptavinaþjónustu.

Vinsamlegast hafðu samband við okkur eins og lýst er í hlutanum Réttindi þín varðandi nánari upplýsingar um samband milli Booking.com og Booking.com Distribution B.V. og til að nýta réttindi þín í sambandi við persónuupplýsingar sem safnað er í gegnum vettvang Booking.com.

Upptökur af samskiptum varðandi tryggingar kunna að verða geymdar lengur en sjálfgefnu 30 dagana sem eiga við um upptökur af öðrum símtölum til að uppfylla ákveðna skilmála í lögum og reglugerðum um tryggingar.

Til baka í aðaltilkynningu


Svona verndum við persónuupplýsingar

Við sameinum fólk, ferli og tækni til að vernda persónuupplýsingar þínar og virða einkalíf þitt.

Þetta felur meðal annars í sér að við:

  • Höldum utan um víðtæka umgjörð öryggisstefnu, starfsaðferða og samskiptareglna
  • Ráðum starfsfólk sem er sérhæft í gagnaöryggi og gagnavernd
  • Höldum starfsfólki vakandi fyrir öryggisáhættu með stöðugri öryggisþjálfun og vitundarvakningu
  • Notum nýjustu öryggistækni eins og dulkóðun og hindrum gagnaleka til að koma í veg fyrir óheimila birtingu eða eyðingu gagna
  • Viðhöldum skrá til að veita yfirsýn yfir ferli, kerfi og gagnaeignir
  • Notum mörg kerfi til að koma í veg fyrir/greina svik og fylgjumst stöðugt með kerfinu, þar á meðal í öryggisskyni
  • Notum auðkennis- og aðgangsstjórnun og aðrar röklegar og áþreifanlegar aðgangstakmarkanir til að sjá til þess að aðeins starfsfólk með heimild hafi aðgang að persónuupplýsingum
  • Viðhöldum og prófum samskiptareglur til að bregðast við skýrslum um möguleg tilvik og gagnaleka
  • Staðfestum og bætum öryggiskerfi okkar, starfsvenjur og starfsreglur í sífellu
  • Setjum inn samsvarandi ráðstafanir varðandi þriðju aðila sem við ráðum

Við notum aðferðir til að halda eftir og, þegar það er mögulegt samkvæmt gildandi lögum, eyða persónuupplýsingum. Yfirleitt geymum við persónuupplýsingarnar þínar eins lengi og þörf er á til að:

  • Þú getir notað þjónustu okkar eða til að veita þér þjónustu okkar
  • Koma í veg fyrir og uppgötva sviksamlega starfsemi á netinu og/eða aðra ólöglega starfsemi
  • Uppfylla lagaskyldur eins og þær sem finna má í bókhalds- og skattalögum
  • Leysa ágreining og lagalegar kröfur
Svona getur þú verndað persónuupplýsingar þínar enn betur á Booking.com

Þó þú þurfir ekki að gera þetta til að nota vettvang Booking.com mælum við með að þú:

  1. Notir notendasvæði þegar það er í boði á vettvangi okkar. Með því að nota notendasvæði getur þú verndað aðgang að gögnum, eins og bókunarferli og veskinu þínu með sterku lykilorði og tveggja skrefa auðkenningu.
  2. Notaðu einkvæm lykilorð fyrir alla netþjónustu, þar á meðal fyrir aðgang þinn að Booking.com. Ef þú endurnotar samsetningu notendasvæða og lykilorða yfir margs konar þjónustu sem er í boði á netinu og ein slík þjónusta lekur gögnum,prófa óvinveittir aðilar yfirleitt að nota sömu samsetningar til að fá aðgang að notendasvæðum þínum á öðrum tegundum þjónustu á netinu eins og Booking.com. Þegar við verðum vör við slíkar óvinveittar árásir ferðalöngum til tjóns grípum við strax til gagnráðstafana á borð við að loka svæðum notenda í hættu og vörum svæðanotendur við.
  3. Lestu (og fylgdu leiðbeiningum í) greinum sem við gerum aðgengilegar fyrir ferðalanga og samstarfsaðila um að hindra svik á netinu og gagnavernd. Sviksamlegar aðgerðir á netinu fela yfirleitt í sér samskiptablekkingu og „vefveiðar“ þar sem svindlarar geta til dæmis þóst vera tiltekinn gististaður og farið fram á greiðslu þegar það er ekki nauðsynlegt. Þú ættir að hafa samband við þjónustuverið ef þú hefur grun um svindl í tengslum við bókunina.

Svona notum við fótspor og aðra rakningartækni

Þegar þú notar netþjónustu okkar eða öpp okkar fyrir snjalltæki notum við hugsanlega leitartækni (sem innifelur og við köllum einu nafni fótspor). Þessi hluti í persónuverndaryfirlýsingunni veitir upplýsingar um hvernig við notum fótspor.

Hvað eru fótspor?

Fótspor í vafra er lítil textaskrá sem vefsíða geymir í gögnunum sem vefvafri geymir sjálfkrafa í tölvu eða snjalltæki. Það gerir hugbúnaði kleift að geyma upplýsingar um efnið sem þú sérð og hefur samskipti við, til dæmis til að:

  • Muna valkosti þína, stillingar og atriði í innkaupakörfunni

  • Greina hvernig þú notar netþjónustu

Við notum einnig aðrar tegundir af fótsporum. Til dæmis gætu vefsíður okkar, tölvupóstskilaboð og öpp fyrir snjalltæki innihaldið litlar, gagnsæjar myndskrár eða kóðalínur sem skrá hvernig þú notar þau.

Til hvers eru fótspor notuð?

Fótsporum sem við notum má skipta í þrjá flokka: virk fótspor, greiningarfótspor og markaðssetningarfótspor.

Virk fótsporVið notum virk fótspor til að gera vefsíður okkar og öpp fyrir snjalltæki virk svo þú getir búið til svæði, skráð þig inn og haft umsjón með bókunum. Þau muna einnig gjaldmiðilinn sem þú valdir, tungumálið og fyrri leitir. Þessi tæknifótspor verða að vera virk til að nota síðuna okkar og þjónustuna.
GreiningarfótsporVið og samstarfsaðilar okkar notum greiningarfótspor til að fá upplýsingar um vefsíðuna þína og notkun á öppum fyrir snjalltæki sem eru síðan notuð til að skilja hvernig gestir eins og þú nota vettvanginn okkar og til að bæta frammistöðu vefsíðunnar okkar og þjónustu.
MarkaðssetningarfótsporVið og samstarfsaðilar okkar notum markaðssetningarfótspor, þar á meðal samfélagsmiðlafótspor, til að safna upplýsingum um leitarhegðun þína sem hjálpar okkur og samstarfsaðilum okkar að ákveða hvaða vörur við ættum að sýna þér innan og utan síðunnar, til að birta og senda þér sérsniðið efni og auglýsingar á vettvangi okkar, á öðrum vefsíðum og með sprettiskilaboðum og tölvupósti. Sérsniðna efnið er byggt á leit þinni og þeirri þjónustu sem þú hefur bókað. Þessi fótspor gera þér einnig kleift að deila eða líka við síður á samfélagsmiðlum.

Við vinnum með völdum fyrirtækjum þriðju aðila við að safna og vinna úr gögnum. Stundum deilum við upplýsingum (t.d. netfangi eða símanúmeri) með einhverjum af þessum þriðju aðilum svo þeir geti tengt þær upplýsingar við önnur gögn sem þeir safna sér sérstaklega (og yfirleitt óháð Booking.com) til að hjálpa okkur við að eiga í samskiptum við ákveðna markhópa eða senda miðaðar auglýsingar.

Hverjir eru valkostir þínir?

Þegar þess er þörf bjóðum við þér upp á að hafna greiningar- og markaðssetningarfótsporum. Flestir vafrar leyfa þér einnig að velja hvaða fótspor þú vilt samþykkja og hverjum þú vilt hafna. Skoðaðu hjálparaðgerð vafrans til að fá nánari upplýsingar. Athugaðu að veljir þú að loka fyrir tiltekin virk fótspor getur verið að þú getir ekki notað eða notið góðs af einhverjum aðgerðum þjónustu okkar.


Svona beitum við gervigreind og tökum sjálfvirkar ákvarðanir

Við erum alltaf að leita að tækifærum til að þróa og bæta upplifun viðskiptavina með því að nota nýjar tæknilegar aðferðir eins og gervigreindarkerfi (AI). Sem stendur beitum við gervigreind í eftirfarandi tilgangi:

Efling öruggrar og áreiðanlegrar þjónustu og fyrirbygging svikaGervigreindarkerfi fylgjast með vettvangi okkar í þeim tilgangi að greina sviksamlegar tilraunir, kvartanir og mögulegt misferli ferðalangs eða ferðaþjónustu og greina mun hraðar og með meiri nákvæmni en hægt er að gera handvirkt. Gervigreindarkerfi skanna færslur og efni á vettvangi okkar fyrir áhættuvísum. Færslur og efni sem greinist með vísbendingar um að mikil hætta sé á svikum þurfa mannlega yfirferð.
Að sýna þér mest viðeigandi efni sem við áVið notum viðbótar gervigreindarkerfi til að bæta upplifun viðskiptavina og sérsníða vettvang okkar. Þetta felur í sér notkun gervigreindar til að spá fyrir um ákjósanlegan/viðeigandi vöruflokk fyrir þig og vekja athygli þína á bestu valkostunum. Þetta getur falið í sér að senda þér upplýsingar um ferð sem við teljum að þú hafir áhuga á (þar sem þú hefur samþykkt þessi samskipti) og raða leitarniðurstöðum til að setja bestu samsvörunina efst á síðuna þína.

Síðan okkar „Svona vinnum við“ inniheldur nánari upplýsingar um meðmælakerfi, þ.m.t. um hvernig þú hagar persónustillingum þínum.
Gervigreindarferðatól og gagnvirkt spjallVið gætum notað gervigreind til að þróa og bjóða upp á gagnvirkt spjall og gervigreindarferðatól Booking.com sem gerir þér kleift að spyrja spurninga um ferð eða þjónustu og fá send viðeigandi svör frá gervigreind eða uppástungur varðandi ferðaáætlun. Gervigreindarferðatólið okkar notar allar persónuupplýsingar sem þú deilir með því, leitarsögu og bókunarsögu á vettvangi okkar til að gefa þér sérsniðnar ráðleggingar. Við notum þessar upplýsingar til að þróa, þjálfa og fínstilla gervigreindarkerfi okkar.
Umbætur á þjónustu okkarVið notum gervigreind til að bæta ferðaþjónustu ferða í samræmi við upplýsingarnar sem eru í hlutanum Tilgangur söfnunar og vinnslu persónuupplýsinga þinna . Þetta felur í sér að bera kennsl á þróun, fylgjast með rekstri vettvangsins, gera bilanaleit á vefsíðu okkar og í öppum auk þess að bæta árangur og kostnaðarhagræðingu.

Persónuupplýsingar kunna að vera notaðar til að þróa og þjálfa gervigreindarkerfi eins og skapandi gervigreindarlíkön sem gera þér kleift að nota náttúrulegt tungumál til að spyrja spurninga um ferð eða þjónustu og fá viðeigandi svör eða tillögur að ferðaáætlun. Gervigreindarkerfi verða einnig notuð til að bæta skilvirkni annarra tilganga sem settir eru fram í þessari persónuverndartilkynningu.

Við tryggjum lagalegan grundvöll til að nota öll kerfi í samræmi við gagnaverndarlög. Lagagrunnur gervigreindarnotkunar tekur yfirleitt mið af heildartilgangi með vinnslunni sem kemur fram í kaflanum Tilgangur með því að safna og vinna úr persónuupplýsingum þínum :

  • Fyrir utan að koma í veg fyrir og greina sviksamlega tilraunir gætum við haft lögmæta hagsmuni af að þróa gervigreindarkerfi til að draga úr kostnaði okkar, bæta skilvirkni og gæði vinnslu okkar og veita viðskiptavinum betri vörur. Við höfum til hliðsjónar hvort brotið er á rétti þínum og frelsi með vinnslu persónuupplýsinga þinna og höldum aðeins áfram ef þessir lögmætu hagsmunir stangast ekki á við réttindi þín.

  • Í öðrum tilfellum þar sem við notum hugsanlega gervigreind leitum við samþykkis þíns eftir þörfum.

Við metum gervigreindina við gagnaverndarreglur, svo sem lágmörkun, réttmæti og takmörk tilgangs. Við reynum að hindra skaða og hlutdrægni við notkun okkar á gervigreind, t.d. með því að:

  • Gera persónuupplýsingar ópersónugreinanlegar

  • Þróa okkar eigin kerfi til að minnka miðlun gagna til utanaðkomandi aðila

  • Endurmeta notkun okkar á gervigreindarkerfi til að tryggja að áfram verði dregið úr áhættu

Skoðaðu Svona verndum við persónuupplýsingar þínar til að fá frekari upplýsingar varðandi þær öryggisráðstafanir sem við höfum innleitt sem munu einnig eiga við um persónuupplýsingar sem við vinnum úr þegar við þjálfum eða notum gervigreind.

Sem stendur beitum við ekki eingöngu sjálfvirkum kerfum, þar á meðal gervigreind, í ákvarðanatöku varðandi þig sem myndi leiða til lagalegra eða svipaðra meiriháttar áhrifa á þig. Við upplýsum þig ef þetta breytist og við tryggjum innleiðingu viðeigandi ráðstafana til að tryggja rétt þinn og frelsi.

Í sumum tilvikum lýkur ákvarðanatöku án mannlegrar endurskoðunar eftir að við höfum metið það svo að ákvörðunin myndi ekki leiða til verulegra áhrifa á þig.

Í þeim tilvikum sem kunna að hafa veruleg áhrif á einstakling, til dæmis þegar fylgst er með svikatilraunum, gætu kerfi okkar tilkynnt um og stuðlað að ákvörðun, en taka ekki neina ákvörðun sjálf. Starfsmaður okkar fer yfir hugsanlegt vandamál sem kerfið kann að hafa fundið og tekur upplýsta ákvörðun.

Ef þú vilt vita meira um notkun okkar á gervigreindarkerfi eða vilt andmæla notkun persónuupplýsinga þinna í samhengi við gervigreind skaltu hafa samband við okkur eins og lýst er í hlutanum Réttindi þín.


Svona meðhöndlum við persónuupplýsingar ólögráða einstaklinga

Þjónusta okkar er ekki ætluð einstaklingum yngri en 18 ára. Við söfnum ekki persónuupplýsingum um einstaklinga undir þeim aldri (kallast einu nafni „ólögráða einstaklingar“) nema foreldri eða lögráðamaður veiti þær (og samþykki). Við gætum þurft að fá frá foreldrum eða forráðamönnum persónuupplýsingar ólögráða einstaklinga í takmarkaðan tíma, m.a.:

  1. Sem hluta af bókun

  2. Við kaup á annarri þjónustu sem tengist ferðalögum

  3. Við aðrar sérstakar kringumstæður (eins og eiginleika sem eru stílaðir á fjölskyldur).

Ef við verðum vör við (t.d. með beiðni frá þjónustuveri) að við höfum unnið úr persónuupplýsingum um ólögráða einstaklinga án samþykkis frá foreldri eða forráðamanni þeirra eyðum við upplýsingunum.


Þín réttindi

Við viljum að þú hafir stjórn á því hvernig við notum persónuupplýsingar þínar. Þú getur gert það á eftirfarandi hátt:

Réttur
Lýsing
AðgangurÞú getur beðið okkur um afrit af persónuupplýsingum sem við höfum um þig.
LeiðréttingÞú getur hvenær sem er upplýst okkur um breytingar á persónuupplýsingum þínum og beðið okkur um að leiðrétta persónuupplýsingar sem við höfum um þig. Þú getur gert sumar af þessum breytingum beint á netinu þegar þú ert með notendasvæði. Við treystum á að þú gætir þess að ekkert vanti í persónuupplýsingar þínar, þær séu réttar og ekki úreltar.
EyðingÞú getur beðið okkur um að eyða persónuupplýsingum sem við höfum um þig þegar til dæmis ekki er lengur þörf á þeim eða við höfum beðið um samþykki þitt og þú hefur núna dregið það til baka.
TakmörkunÍ ákveðnum tilfellum getur þú beðið okkur um að stöðva eða takmarka vinnslu á persónuupplýsingunum sem við höfum um þig og andmælt einstaka aðferðum sem við notum við vinnslu persónuupplýsinganna þinna.
MeðfærileikiÍ ákveðnum tilfellum getur þú einnig beðið okkur um að fá ákveðnar persónuupplýsingar sem þú hefur gefið okkur upp, svo hægt sé að senda þær til þriðja aðila.
Afturköllun samþykkisÞegar við höfum safnað og unnið úr persónuupplýsingum þínum með þínu samþykki getur þú afturkallað samþykki þitt hvenær sem er, samkvæmt viðeigandi lögum.
AndmæliÞegar við vinnum úr persónuupplýsingum þínum á grundvelli lögmætra hagsmuna eða almannahagsmuna hefur þú hvenær sem er rétt til að andmæla þeirri notkun í samræmi við gildandi lög.

Við bjóðum upp á ýmsar leiðir til að nýta réttindi þín eða vekja spurningar og viðra áhyggjur varðandi persónuupplýsingar þínar á Booking.com:

Beint af þínu svæðiEf þú ert með notendasvæði getur þú nálgast ýmsar persónuupplýsingar þínar í gegnum vefsíður okkar eða öpp fyrir snjalltæki. Þér gefst yfirleitt möguleiki á að bæta við, uppfæra eða fjarlægja upplýsingar sem við höfum um þig í svæðisstillingunum þínum.
Nota eyðublað okkar um Beiðni um gagnainnihaldEf þú getur ekki framkvæmt aðgerð í gegnum vefsíður okkar eða öpp fyrir snjalltæki (t.d. vegna þess að persónuupplýsingar sem við höfum um þig eru ekki aðgengilegar á netinu) getur þú auðveldlega sent beiðni þína til okkar í gegnum þetta eyðublað Beiðni skráðs aðila.
Með tölvupóstiEf þú getur ekki framkvæmt aðgerð beint á notendasvæði þínu eða notað eyðublaðið Beiðni skráðs aðila (t.d. vegna þess að ákveðinn kostur er ekki í boði) getur þú notað réttindi skráðs aðila sem nefnd eru í þessari tilkynningu með því að hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar (þar á meðal gagnaverndardeild) í gegnum netfangið sem gefið er upp í hlutanum Fyrirtækið okkar og hvernig við förum að lögum um friðhelgi einkalífsins. Þú getur haft samband við okkur á sama hátt þegar um er að ræða aðrar beiðnir eða spurningar varðandi persónuverndaryfirlýsinguna eða ef þú hefur kvartanir eða áhyggjur varðandi vinnslu persónuupplýsinganna þinna. Við mælum með því að þú látir fylgja búsetuland þitt þegar þú hefur samband við okkur í gegnum þessa rás til að hjálpa okkur að svara beiðni þinni sem best.
Með póstiEf þú vilt frekar nýta réttindi þín um gagnainnihald í pósti skaltu senda póstinn á persónuverndarfulltrúa okkar með því að nota netfangið sem gefið er upp í hlutanum Fyrirtækið okkar og hvernig við förum að lögum um friðhelgi einkalífsins. Við svörum sjálfkrafa slíkum beiðnum með rafrænum hætti.

Til að vernda persónuupplýsingar þínar getum við þurft að fá staðfestingu á auðkenni þínu áður en beiðni þinni er svarað. Við gerum það með því að spyrja þig spurninga um fyrri bókanir þínar hjá okkur. Við munum svara beiðni þinni eins fljótt og hægt er.

Ef þú ert ekki ánægð/ur með viðbrögð okkar við beiðni þinni eða hefur aðrar áhyggjur af persónuupplýsingunum þínum getur þú einnig haft samband við yfirgagnaverndarfulltrúa þinn.

Ef þú ert með spurningar um bókunina þína skaltu hafa samband við þjónustuverið okkar á þjónustuverssíðunni.

Fyrirtækið okkar og hvernig við fylgjum lögum um friðhelgi einkalífsins

Fyrirtæki sem þessi tilkynning á við um:

Nafn fyrirtækis
Póstfang
Tengiliðsupplýsingar fyrir tölvupóst um persónuvernd
Athugasemdir
Booking.com B.V.Oosterdokskade 163, 1011 DL Amsterdam, Hollandi.dataprotectionoffice@booking.comRekur vettvanginn og stjórnar vinnslu persónuupplýsinga eins og lýst er í þessari persónuverndaryfirlýsingu nema annað sé sérstaklega tekið fram. Hann er fulltrúi ESB fyrir Booking.com Transport Ltd. (BTL).
Booking.com Distribution B.V. (BDBV)Oosterdokskade 163, 1011 DL, Amsterdam, Hollandi.dataprotectionoffice@booking.comSysturfyrirtæki Booking.com B.V. Booking.com B.V. og BDBV vinna náið saman við að bjóða viðskiptavinum mismunandi tryggingavörur og þjónustu við ferðabókanir – t.d. afpöntunartryggingar fyrir herbergi. Þegar BDBV starfar sem milliliður fyrir tryggingavörur og þjónustu í gegnum Booking.com B.V. eru fyrirtækin tvö ábyrg fyrir að safna tilteknum tryggingagögnum og að senda þau frá Booking.com B.V. til BDBV. Hins vegar kemur BDBV fram sem eini stjórnandi allar vinnslu utan kerfa Booking.com B.V.
Booking.com Transport Ltd. (BTL)Goods Yard Building, 6 Goods Yard Street, Manchester, M3 3BG, Bretlandi.dataprotectionofficer@rentalcars.comSysturfyrirtæki Booking.com B.V, BTL stundar viðskipti sem Rentalcars.com. Það stjórnar allri þjónustu landsamgangna.

Tengiliðsupplýsingarnar hér fyrir ofan eru einnig leiðir til að hafa samband við gagnaverndarfulltrúa Booking.com.

Booking.com er háð fjölmörgum lögum og reglugerðum, þar á meðal varðandi vernd persónuupplýsinga og að framfylgja þeim með gagnaeftirliti og öðrum yfirvöldum. Booking.com er meðal annars undir eftirliti hollensku eftirlitsyfirvaldanna („Autoriteit Persoonsgvens“ (AP)) sem staðsett eru í Hollandi sem og upplýsingaskrifstofu (ICO) í Bretlandi.

Löggæslustofnanir gætu haft samband við Booking.com til að fá ákveðnar persónuupplýsingar, t.d. í tengslum við glæparannsóknir sínar eða skýrslur sem þær fá um horfna einstaklinga. Á sama hátt geta önnur fyrirtæki og yfirvöld haft samband við Booking.com með sértækar eða endurteknar upplýsingabeiðnir, t.d. varðandi lög um skammtímaleigu eða neytendaverndarlög. Viðurkenndir fulltrúar stofnana og annarra yfirvalda verða að senda slíkar beiðnir eingöngu í gegnum löggæsluúrvinnslu okkar og nota vefgáttina sem við bjóðum upp á í þessum tilgangi.