Patong-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
íbúðin sem við vorum í var vel útbúin, allt til alls og ágætlega rúm. Við fengum frábæra þjónustu, bæði góðar móttökur og þau fljót að bregðast við þegar okkur vantaði aðstoð. Sundlaugarsvæðið var mjög gott og líkarsræktaraðstaðan allt í lagi - tækin orðin dálítið þreytt.
Neikvætt í umsögninni
Það þarf að athuga staðsetninguna, það er mjööög bratt upp að hótelinu og er erfið ganga. Íbúðin var dálítið “þreytt”, þung lykt inni og einhver stífla í vaskinum inn á baði, sem var reyndar lagað þegar við vorum þar.
Nai Yang-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Íbúðin er mjög þægileg fyrir tvo, allt til alls og fallega innréttuð. Ágætis staðsetning, tekur um 15 mín. að ganga niður að strönd. Sundlaugin er mjög góð, allt mjög snyrtilegt og hugsað vel um eignina. Stutt í verslanir og matsölustaði.
Neikvætt í umsögninni
Vorum mjög ánægð með vikudvöl á staðnum, afhending lykla hefði mátt ganga betur, var víst mikið að gera hjá þeim þennan dag. Ekkert er þrifið á þessum tíma, ekki komið með hrein handklæði eða þrifið, þannig að við þurftum að þvo sjálf. Svalirnar eru dálítið þröngar.
Chaweng, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Starfsfólk alltaf tilbúið að hjálpa. Geggjuð staðsetning en samt hljóðlátt á kvöldin miðað við að vera alveg miðsvæðis. Öll þjónustan á hótelinu sjálfu var hentug (leigja vespur og þvo þvottinn t.d)
Neikvætt í umsögninni
Heyrist frekar mikið á milli veggja. Morgunmaturinn er ekkert svo spennandi
Nai Yang-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Íbúðin er á 5. hæð, rólegt umhverfi, það er stutt í búðir, matsölustaði og um 10 mín ganga á ströndina. Íbúðin er vel útbúin og þægileg fyrir tvo.
Neikvætt í umsögninni
Góð íbúð til að dvelja í en dínan í rúminu var frekar hörð. Engin þrif eru á íbúðinni en hægt er að þvo sjàlfur.
Khao Sok, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Allt var fullkomið. Þægilegt rúm með góðri dýnu. Frábær staðsetning með æðislegu útsýni á svölunum. Fullkominn gististaður!
Lat Krabang, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Staðsetningin var mjög góð. Stutt í marga veitingastaði og á flugvöllin. Herbergið rúmgott með mörgum skúffum og skápum.
Neikvætt í umsögninni
Eingöngu 10 sólbekkir með dýnu í garðinum. Bað um 2 dýnur á tvo bekki sem voru lausir en þær fundust ekki. En náði þó með nokkurri bið að fá sólbekk.
Natai-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Í alla staði fullkomið hótel! Við elskuðum allt við það.
Chiang Mai, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Fullkomin staðsetning og mjög fallegur gististaður.
Neikvætt í umsögninni
Svaf ekki vel því dýnan var mjög hörð og óþæginleg.
Ao Nang-ströndin, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Góð staðsetning, gott starfsfólk, allt hreint
Neikvætt í umsögninni
Erfitt að fá sólbekki og handklæði við sundlaugina. Aðstaðan við barinn ekki góð og aðkoman að sundlaugabarnum ekki góð. Vantaði skáp eða einhvað pláss fyrir föt á herberginu.
Bangkok, Taíland
Jákvætt í umsögninni
Vissi ekki af morgunverði